Nýjast á Local Suðurnes

Nágrannaslagur í Njarðvík á sunnudag – Fyrsti grasleikur sumarsins

Sunnudaginn 24. apríl heimsækja Þróttarar úr Vogum Njarðvíkinga á Njarðtaksvöllinn. Njarðvík spilar í 2. deild en Þróttarar eru nýliðar í þeirri þriðju. Bæði lið eru á fullu við að undirbúa sig fyrir komandi tímabil og því kærkomið  að fá æfingaleik svona stuttu fyrir mót.

Leikurinn hefst klukkan 12 og eru fótboltaáhugamenn hvattir til að mæta á Njarðtaksvöllinn á sunnudaginn.