Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir staðfestingu á nafninu Suðurnesjabær

Bæjarstjóra sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis hefur verið falið að óska eftir staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á nafninu Suðurnesjabær, en bæjarstjórn samþykkti samhljóða að heiti Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs verði Suðurnesjabær á fundi sínum í gær.

Kosið var um nafn á sameiginlegt sveitarfélag laugardaginn 3. nóvember. Alls tóku 933 þátt í könnuninni af 2.709 sem höfðu kosningarétt. Þátttaka var 34,44% og skiptust atkvæði þannig að Heiðarbyggð hlaut 57 atkvæði, eða 6,1%, Suðurnesjabær hlaut 703 atkvæði, eða 75,3% og Sveitarfélagið Miðgarður hlaut 160 atkvæði, eða 17,1%.