Nýjast á Local Suðurnes

Þjóðverjar æfa á Eurofighter Typhoon orrustuþotum hér á landi

Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins 26. júlí nk. til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum. Áætlað er að flugvélarnar komi til landsins 28. júlí og fari 10. ágúst.

Æfing þýska flughersins er mikilvægur liður í því að efla stöðuvitund og þekkingu á aðstæðum á Íslandi og treystir tvíhliða varnarsamvinnu ríkjanna. Sveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík og mun æfa með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Kelfavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia.