sudurnes.net
Þjóðverjar æfa á Eurofighter Typhoon orrustuþotum hér á landi - Local Sudurnes
Flugsveit þýska flughersins er væntanleg til landsins 26. júlí nk. til æfinga og til að kynna sér aðstæður hér á landi. Um er að ræða sex Eurofighter Typhoon orrustuþotur ásamt þrjátíu liðsmönnum. Áætlað er að flugvélarnar komi til landsins 28. júlí og fari 10. ágúst. Æfing þýska flughersins er mikilvægur liður í því að efla stöðuvitund og þekkingu á aðstæðum á Íslandi og treystir tvíhliða varnarsamvinnu ríkjanna. Sveitin hefur aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík og mun æfa með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Kelfavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands annast í umboði utanríkisráðuneytisins framkvæmd verkefnisins í samvinnu við Isavia. Meira frá SuðurnesjumFA ósátt við Express-þjónustu FríhafnarinnarFlugherinn kannar möguleika á byggingu vöruhúsaFlytja hælisleitendur á ÁsbrúVilja reka tjaldsvæði að evrópskri fyrirmynd – Hægt verði að bóka gistingu fyrirfram200 bandarískir hermenn við æfingar hér á landiFara vel yfir sorphirðumál yfir hátíðir og leggja sérstaka áherslu á upplýsingagjöfVilja upplýsingar um tafir á sorphreinsunBreytingar á flugskýli komnar í útboð – Sjóherinn gæti óskað eftir aðstöðu til framtíðarSex orrustuþotur og 180 hermenn sinna loftrýmisgæslu frá KeflavíkurflugvelliTekin með kókaín í endaþarmi og leggöngum