Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á flugskýli komnar í útboð – Sjóherinn gæti óskað eftir aðstöðu til framtíðar

Bandaríski herinn hefur birt útboðsgögn vegna verkefna á Keflavíkurflugvelli, en það er gert vegna fyrirhugaðrar komu kafbátaleitarflugvéla til landsins. Einungis íslenskir og bandarískir verktakar frá tækifæri á að bjóða í framkvæmdirnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

 Kostnaður við framkvæmdirnar nema 1,7 milljarði íslenskra króna en þær snúast um hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hönnun og byggingu sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar.
Vefrit hersins, Stars and Stripes, greindi frá því fyrir skömmu að bandaríski herinn muni aðeins vera með tímabundna aðstöðu hér á landi, til að byrja með, en sjóherinn gæti síðar meir farið fram á aðstöðu til langframa.