Reyna að bjarga tugum grindhvala í Garði

Björgunarsveitir á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tiunda tímanum í kvöld að beiðni lögreglunnar vegna grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni við Útskálakirkju í Garði.
Talið er að um sé að ræða á milli fimmtíu og sextíu hvali.
Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir við RÚV að lögregla sé á vettvangi að reyna að bjarga einhverjum af dýrunum en þetta sé erfitt verkefni og ljóst að einhver dýranna muni deyja.