Nýjast á Local Suðurnes

Kórónuveirusmit í Stapaskóla

Kórónuveirusmit greindist hjá barni á leikskólanum í Stapaskóla. Smitið fékkst staðfest í gær og tekur nú við fimm daga sóttkví hjá um 90 nemendum og starfsmönnum í leikskólanum og 1. bekk.

Allir hafa verið boðaðir í sýnatöku í næstu viku, en það fer eftir því hvenær þau voru síðast í skólanum. RÚV greindi fyrst frá.