Nýjast á Local Suðurnes

Domino´s Pizza opnar á Fitjum

Domino´s Pizza mun á næstunni opna nýjan stað við Fitjar í Reykjanesbæ. Fyrirtækið mun því reka tvo staði á Suðurnesjum, en fyrir rekur Domino´s pizzastað við Hafnargötu í Keflavík. Staðurinn sem til stendur að opna verður við hlið annarar vinsællar veitingahúsakeðju á Fitjum, Subway.

Fyrir rekur Domino’s Pizza 22 verslanir hér á landi. Tólf þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi og Hafnarfirði. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi, Selfoss og í Keflavík. Þá rekur Domino’s Pizza hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver, þar sem tekið er við pöntunum viðskiptavina í gegnum síma.