Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar kaupa öflugan U21 landsliðsmann

Knattspyrnumaðurinn Aron Freyr Róbertsson er á leið aftur til Keflavíkur eftir að hafa leikið undanfarin tvö ár í Grindavík. Þessu greinir fótbolti.net frá í dag.

Aron Freyr er 21 árs gamall og á vef fótbolta.net kemur fram að hann sé enn samningsbundinn Grindavík og því þurfi Keflavík að kaupa hann til sín.

Aron Freyr átti gott tímabil með Grindvíkingum síðasta sumar, en hann lék 18 leiki fyrir liðið og góð frammistaða hans skilaði honum sæti í U21 landsliði Íslands.

Aron lék með Keflavík og Víði í Garði í yngri flokkum, en hann yfirgaf Keflavík fyrir Grindavík í mars 2016.