Nýjast á Local Suðurnes

Yfir 260 ökumenn stöðvaðir um helgina – Allir með sitt á hreinu á laugardaskvöldi

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Um 260 ökumenn voru stöðvaðir í séstöku átaki lögreglunnar gegn ölvunarakstri um helgina, þar af yfir 200 á Reykjanesbrautinni laust eftir miðnætti á föstudagskvöld, en auk þess sem kannað var ástand ökumanna, var kannað með ástand bifreiða og réttindi þeirra sem voru undir stýri. Nokkrir óku sviptir ökuréttindum, 2 voru með útrunninn ökuréttindi. Einn var ölvaður og einn var undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var með talsvert af fíkniefnum á sér. Þó ber að hrósa flestum ökumönnum sem voru með allt sitt á hreinu.

Þá voru um 60 ökumenn innanbæjar á laugardagskvöld og sá lögregla sérstaka ástæðu til að hrósa ökumönnum, en engin var drukkinn, engin undir áhrifum fíkniefna, allir með réttindi, allir með öryggisbelti og allir með sitt á hreinu, segir í tilkynningu frá lögreglu.