Nýjast á Local Suðurnes

Slasaðist illa í andliti eftir fall af hlaupahjóli

Mynd: Skjáskot / Hringbraut.is

Ungur drengur slasaðist nokkuð illa í andliti þegar hann datt á hlaupa­hjóli í síðustu viku en betur fór á en horfðist og telur móðir drengsins að hjálmur hafi skipt sköpum að ekki fór verr.

Í færslu á Facebook segir móðir drengsins meðal annars „Hann slasaðist, það þurfti að sauma hann, hann er ný­farinn að geta talað skýrt, tennurnar sluppu og það er hjálminum að þakka! Derið framan á tók höggið.“

Í sam­tali við Hring­braut, sem fjallar nánar um málið, segir móðirin að henni finnist allt of al­gengt að börn séu hjálm­laus og viður­kennir hún að hún fái sting í hjartað þegar hún sér barn á hjóli eða öðru farar­tæki án hjálms. Í frétt Hringbrautar segir jafnframt að drengurinn sé allur að koma til eftir óhappið.