Nýjast á Local Suðurnes

Spennandi körfuboltanámskeið í sumar

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur býður upp á nýtt og spennandi körfuboltanámskeið fyrir krakka fædda 2007-2009 sem langar að prufa körfubolta og hafa gaman í sumar.

Lögð er áhersla á góða hreyfingu, grunntækni og að spila körfubolta sem nýtis mjög vel þeim sem hafa áhuga á að byrja í körfubolta.

Námskeiðið er einnig hugsað fyrir þá sem eru nýbyrjaðir í körfubolta og vilja auka færni sína fyrir næsta vetur.

Þátttökugjald er einungis 3500 kr og fer skráning fram í gegnum Nóra skráningarkerfi Keflavíkur. Keflvíkingar segja í tilkynningu að vonast sé eftir að sem flestir nýti sér þetta frábæra tækifæri, það verður tekið vel á móti öllum.