Nýjast á Local Suðurnes

Oddný leiðir hjá Samfylkingu

Fram­boðslisti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber 2021 var samþykkt­ur á fundi kjör­dæm­is­ráðs Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kvöld.

Odd­ný Harðardótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi, þing­flokks­formaður og fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra leiðir list­ann.

Fram­boðslist­inn er eft­ir­far­andi:

  1. Odd­ný G. Harðardótt­ir, Suður­nesja­bær – Þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þing­flokks­formaður, kenn­ari, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Garði og fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra.
  2. Vikt­or Stefán Páls­son, Árborg – Sviðsstjóri hjá Mat­væla­stofn­un og formaður Ung­menna­fé­lags Sel­foss
  3. Guðný Birna Guðmunds­dótt­ir, Reykja­nes­bær – Hjúkr­un­ar­stjóri heima­hjúkr­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og MBA nemi
  4. In­ger Erla Thomsen, Gríms­nes – Stjórn­mála­fræðinemi
  5. Friðjón Ein­ars­son, Reykja­nes­bær – Formaður bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar
  6. Ant­on Örn Eggerts­son, Vest­manna­eyj­ar – Meðeig­andi í Pítsu­gerðinni og yfir­kokk­ur hjá veit­ingastaðnum Gott
  7. Mar­grét Stur­laugs­dótt­ir, Reykja­nes­bær – At­vinnu­laus fyrr­ver­andi flug­freyja Icelanda­ir
  8. Davíð Kristjáns­son, Árborg – Vél­virki hjá Veit­um
  9. Sig­geir Fann­ar Ævars­son, Grinda­vik – Fram­kvæmda­stjóri
  10. Elín Björg Jóns­dótt­ir, Þor­láks­höfn – Fyrr­ver­andi formaður BSRB
  11. Óðinn Hilm­is­son, Vog­ar – Húsa­smíðameist­ari, kenn­ara­nám iðnmeist­ara, tón­list­armaður og rit­höf­und­ur
  12. Guðrún Ingi­mund­ar­dótt­ir, Höfn í Hornafirði – Vinn­ur við umönn­un og er eft­ir­launaþegi
  13. Hrafn Óskar Odds­son, Vest­manna­eyj­ar – Sjó­maður
  14. Hild­ur Tryggva­dótt­ir, Hvols­velli – Sjúkra­liði og nemi í Leik­skóla­fræði við Há­skóla Ísland
  15. Fríða Stef­áns­dótt­ir, Suður­nesja­bær – Formaður bæj­ar­ráðs í Suður­nesja­bæ og deild­ar­stjóri í Sand­gerðis­skóla
  16. Hafþór Ingi Ragn­ars­son, Hruna­manna­hreppi – 6. árs lækna­nemi og aðstoðarlækn­ir á bráðamót­töku HSu
  17. Sig­ur­rós Ant­ons­dótt­ir, Reykja­nes­bær – Hársnyrti­meist­ari, at­vinnu­rek­andi og kenn­ari
  18. Gunn­ar Karl Ólafs­son, Árborg – Sér­fræðing­ur á kjara­sviði hjá Bár­an, stétt­ar­fé­lag
  19. Soffía Sig­urðardótt­ir, Árborg – Markþjálfi
  20. Eyj­ólf­ur Ey­steins­son, Reykja­nes­bær – Formaður Öld­ungaráðs Suður­nesja og fyrrv. út­sölu­stjóri ÁTVR