Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík nálgast Pepsí-deildina – Ótrúlegur endurkomusigur gegn ÍR

Kefla­vík sigraði ÍR, í kvöld, með þrem­ur mörk­um gegn tveim­ur á Nettóvell­in­um í Kefla­vík í 18. um­ferð In­kasso-deild­ar­inn­ar.

Kefl­vík­ing­ar komust yfir með marki frá Adam Árna Ró­berts­syni, en ÍR-ingar skorðu hins veg­ar næstu tvö mörk. Lítið benti til þess að Kefl­vík­ing­ar færu með nokkuð úr leikn­um fyrr en Jeppe Han­sen jafnaði fyr­ir Kefla­vík. Það var svo Leon­ard Sig­urðsson sem skoraði sig­ur­markið undir lok leiksins eft­ir varn­ar­mis­tök heima­manna.

Keflvíkingar eru þar með komnir með 37 stig og fjögurra stiga forskot á næsta lið í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.