Nýjast á Local Suðurnes

Hraun komið yfir heita- og kaldavatnslagnir

Hraun­flæði er komið yfir bæði heita vatns og kalda­vatns­lagn­ir sem liggja til og frá Svartsengi. Vatns­lagn­irn­ar eru báðar í jörðu á þeim kafla sem hraunið er og eru því varðar.

Um er að ræða æðins sem fór í sund­ur síðasta fe­brú­ar með þeim af­leiðing­um að heitt vatn fór af stærst­um hluta Reykja­ness, en í kjöl­farið var ráðist í aðgerðir við að koma lögn­inni í jörð á yfir kíló­meters kafla þar sem landið ligg­ur lægst, auk þess sem kalda­vatns­lögn­in, sem ligg­ur frá vatns­bóli á svæðinu til Svartseng­is, er líka í jörðu.

Lagn­irn­ar eru báðar varðar á um tveggja metra dýpi á þeim stað þar sem hraunið er lík­legt til að renna á en áður hef­ur reynt á að hraun renni svona yfir lagn­ir meðal ann­ars til Grinda­vík­ur.

Mynd: Facebook / HS Orka