Hraun komið yfir heita- og kaldavatnslagnir
Hraunflæði er komið yfir bæði heita vatns og kaldavatnslagnir sem liggja til og frá Svartsengi. Vatnslagnirnar eru báðar í jörðu á þeim kafla sem hraunið er og eru því varðar.
Um er að ræða æðins sem fór í sundur síðasta febrúar með þeim afleiðingum að heitt vatn fór af stærstum hluta Reykjaness, en í kjölfarið var ráðist í aðgerðir við að koma lögninni í jörð á yfir kílómeters kafla þar sem landið liggur lægst, auk þess sem kaldavatnslögnin, sem liggur frá vatnsbóli á svæðinu til Svartsengis, er líka í jörðu.
Lagnirnar eru báðar varðar á um tveggja metra dýpi á þeim stað þar sem hraunið er líklegt til að renna á en áður hefur reynt á að hraun renni svona yfir lagnir meðal annars til Grindavíkur.
Mynd: Facebook / HS Orka