Nýjast á Local Suðurnes

Mikið álag á bráðamóttöku HSS

Mikið álag er á bráðamót­töku HSS um þess­ar mund­ir og er biðtími eft­ir þjón­ustu lang­ur. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja sendi frá sér í kvöld. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að vegna mik­ils álags biðji for­svars­menn bráðamót­tök­unn­ar fólk um að sýna starfs­fólki biðlund, en auk þess er fólki bent á að leita frek­ar til heilsu­gæsl­unn­ar vegna al­mennra veik­inda og lang­vinnra vanda­mála sem ekki fara versn­andi.