Líkur á öðru eldgosi aukast

Hraðinn á landrisi undir Svartsengi er meiri en hann var fyrir gosið við Hagafell og líkur á öðru eldgosi aukast með hverjum degi sem líður.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi muni líklega leiða til annars kvikuhlaups og einnig eldgoss.
Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Sýlingarfells og Hagafells. Landriskúrfan eins og hún mældist frá kvikuhlaupinu 10. nóvember þar til gos hófst 18. desember einkenndist af hægt minnkandi landrismerki þar sem gos hófst þegar verulega hafði dregið úr landrishraðanum, segir í tilkynningunni.
Fram kemur að þetta ferli muni mjög líklega að endurtaka sig og að búast megi við að næsta kvikuhlaup geti hafist með litlum fyrirvara þegar draga fer aftur úr hraða landrissins.