Nýjast á Local Suðurnes

Öryggið tefur á Keflavíkurflugvelli

Uppsetning á nýjum öryggisleitarlínum á Keflavíkurflugvelli hefur tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir og er það ein ástæða þess að langar raðir hafa skapast við öryggisleit á álagstímum undanfarna daga.

Þetta segir í tilkynningu frá Isavia. Nýju öryggisleitarlínurnar eru sagðar betri en þær sem fyrir voru og er unnið hörðum höndum að því að koma þeim í notkun sem fyrst. Ástæðan fyrir seinkununum er sögð tafir af hálfu framleiðanda.

Farþegar sem eiga bókað flug eru áfram hvattir til að mæta tímanlega. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta eða níu og ellefu á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.