Nýjast á Local Suðurnes

Beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur

Icelandair hyggst hefja beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur í vor. Frá þessu greindi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Fram kom að flogið verði snemma á morgnana frá Akureyri til Keflavíkur, til móts við brottfarir til Evrópu og komur frá Norður-Ameríku. Flesta daga vikunnar verður einnig flogið seinni partinn.

Beinu flugi á milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar var hætt haustið 2019. Ástæðan fyrir því var sögð lítil sætanýting og mikill kostnaður.

Bogi Nils sagði í Morgunútvarpinu að hann telji algjörlega nauðsynlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu að flytja hluta ferðamanna beint á aðra áfangastaði en suðvesturhornið. Þegar nýti nokkur hluti erlendra ferðamanna sér innanlandsflug til að ferðast á milli landshluta, að sögn Boga Nils.