Nýjast á Local Suðurnes

Hafa áhyggjur af dræmri þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi

Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesja bæjar lýsir yfir áhyggjum sínum á dræmri þátttöku barna og unglinga í Suðurnesjabæ í skipulögðu íþróttastarfi.

Málin voru rædd o síðasta fundi ráðsins og lagt var til við bæjarstjórn að Suðurnesjabær setji sér það markmið að auka þátttöku barna- og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi og leiti leiða til að greiða leið barna í Suðurnesjabæ að komast á sínar æfingar til dæmis með frístundundaakstri.