Nýjast á Local Suðurnes

Slökkvilið kallað út að nýju Marriott-hóteli

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út að nýju Marriott-hóteli við Aðalgötu í Keflavík eftir að tilkynning barst um eld.

Frá þessu var greint á vef Vísis, en þar segir að eftir að slökkvilið kom á staðinn var ljóst að um minniháttar mál var að ræða. Segulloki á hitaveitugrind hafi brunnið yfir og því hafi fylgt lykt og reykur.