Nýjast á Local Suðurnes

Játaði að hafa selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók í gær ís­lensk­an karl­mann á fimm­tugs­aldri vegna gruns um að hann hefði selt hlaup­bangsa sem inni­héldu fíkni­efni. Í til­kynn­ingu frá lög­reglu segir að maðurinn hafi játað sök.

Málið kom upp í síðasta mánuði eftir að tvær ung­lings­stúlk­ur veiktust hast­ar­lega eft­ir að hafa borðað hlaup­bangsa sem munu hafa inni­haldið kanna­bis­efni og morfín.

Við húsleit fund­ust tól og tæki til fíkni­efna­fram­leiðslu, þar á meðal á hlaup­böngs­um. Maður­inn játaði að hafa fram­leitt fíkni­efni og selt þau um skeið. Hann hef­ur ekki komið við sögu lög­reglu áður vegna fíkni­efna­mála. Rann­sókn máls­ins er á loka­stigi, segir jafnframt í tilkynningu lögreglu.