Gönguleiðir að gosstöðvum opnar
Leiðin upp að gosstöðvunum um Meradalaleið er opin í dag og á það einnig við um aðrar gönguleiðir samkvæmt korti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ítilkynningunni segir að starf eftirlitsaðila hafi gengið vel í gær og í nótt og engin alvarleg tilfelli hafi verið skráð.
Lögreglan bendir einnig á að gasmengun geti safnast fyrir á gosstað í dag vegna hægviðris.