Nýjast á Local Suðurnes

Mest aukning í gistingum ferðamanna á Suðurnesjum – Dýrasta gistingin á milljón

Gistinóttum fjölgar mest á Suðurnesjum, en aukningin nam 65% á milli ára og voru þær 20.400 í maímánuði. Gistinóttum á hótelum hérlendis fjölgaði í maímánuði um 7% á milli ára, og voru þær 303 þúsund í síðasta mánuði.

Erlendir gestir voru  87% af heildarfjöldanum, og fjölgaði gistinóttum þeirra um 6% milli ára, meðan fjölgun gistinótta Íslendinga nam 15%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Dýrasta nóttin á Suðurnesjum kostar rétt um eina milljón króna á Diamond Suite Hótel Keflavíkur, sem var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá fimm stjörnur, en Glaumgosinn Dan Bilzerian, sem hvað þekktastur er fyrir að njóta lífsins og deila myndum af  líferninu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlunum er á meðal þeirra sem hafa lofað Diamond Suites á samfélagsmiðlunum.

Bláa lónið stefnir á opnun fimm stjörnu gisitstaðar í sumar, en þar mun nóttin kosta um þrjú hundruð þúsund krónur.