Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía í lokahóp landsliðsins í hópfimleikum – Keppir á EM í Slóveníu

Lokahópur landsliðs Íslands í hóp­fim­leik­um sem tek­ur þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu sem fram fer í Mari­bor í Slóven­íu 10. – 16. októ­ber, hefur verið tilkynntur. Um er að ræða 12 sem skipa kvenna­landsliðið og 16 liðsmenn sem skipa blandaða sveit karla og kvenna. Fimleikadeild Keflavíkur á einn fulltrúa í landsliðinu að þessu sinni, en  Kol­brún Júlía Guðfinnsdóttir Newm­an sem hefur æft með liðinu undanfarið komst í lokahópinn.

Evr­ópu­meist­ara­mót­ið í hóp­fim­leik­um fór síðast fram hér á landi haustið 2014 og þá hreppti kvenna­landslið Íslands silf­ur­verðlaun.

Blandað landslið Íslands.

1. Arn­ar Freyr Yngva­son, Gerplu
2. Ásmund­ur Óskar Ásmunds­son, Gerplu
3. Bára Björt Stef­áns­dótt­ir, Gerplu
4. Ein­ar Ingi Eyþórs­son, Stjörn­unni
5. Ein­ar Kar­els­son, Gerplu
6. Ey­steinn Máni Odds­son, Sel­fossi
7. Heiða Rut Hall­dórs­dótt­ir, Gerplu
8. Kol­brún J. Guðfinnsd. Newm­an, Kefla­vík
9. Kol­brún Sara Magnús­dótt­ir, Gerplu
10. Kon­ráð Odd­geir Jó­hanns­son, Sel­fossi
11. Lovísa Snorra­dótt­ir Sand­holt, Gerplu
12. Mar­grét Lúðvígs­dótt­ir, Sel­fossi
13. Norma Dögg Ró­berts­dótt­ir, Björk
14. Rik­h­arð Atli Odds­son, Sel­fossi
15. Sindri Steinn Davíðsson Diego, Ármanni
16. Val­dís Ell­en Kristjáns­dótt­ir, Stjörn­unni

Þjálf­ar­ar: Henrik Pil­ga­ard, Krist­inn Guðlaugs­son, Rakel Más­dótt­ir og Þór­dís Ólafs­dótt­ir.