Nýjast á Local Suðurnes

Ofursnapparinn Garðar á erlendri sólarströnd – Prútt, krútt og sprútt allan sólarhringinn

Ofursnapparinn, trukkabílstjórinn og krúttsprengjan Garðar “Iceredneck” Viðarsson er um þessar mundir staddur á Tenerife, þar sem hann mun eyða næstu vikum við að hvíla lúin bein, en kappinn hefur haft nóg að gera undanfarin misseri, bæði á snappinu, hvar um 20.000 manns fylgjast með ferðalagi kappans í gegnum lífið og í vinnunni þar sem kappinn sér um að erlendir ferðalangar hafi ávallt tök á að nálgast bílaleigubíla hjá vinnuveitandanum, bílaleigunni Blue.

Hægt er að fylgjast með Garðari á Snapchat með því að vingast við “Iceredneck” á samfélagsmiðlinum vinsæla, en kappinn er duglegur við að deila ævintýrunum með fylgjendum sínum.

Garðar hefur verið einstaklega duglegur á Snapchat í upphafi ferðar sinnar til Tenerife og hefur birt stórskemmtileg myndbönd hvar sprútt og prútt kemur við sögu, auk þess sem nokkrar krúttlegar myndir af kappanum og eiginkonunni hafa fengið að fljóta með.

Það er því óhætt að mæla með því að fólk bæti Garðari, eða Iceredneck á vinalistann og fylgist með – Fulla ferð!