Nýjast á Local Suðurnes

Leggja til að byggðar verði íbúðir fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðssjóri Velferðarsviðs Reykjanesbæjar, fór yfir tillögur að lausnum í húsnæðismálum einstaklinga sem glíma við fíkni- og geðvanda, á fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var þann 25. ágúst síðastliðinn.

Á fundinum lagði Velferðarráð sveitarfélagsins til að fest verði kaup á tveimur forsniðnum einingahúsum til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra einstaklinga í Reykjanesbæ.