Nýjast á Local Suðurnes

Hraustir göngugarpar tóku þátt í páskagöngu í páskahreti

Páskaganga Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar var á sínum stað annan í páskum þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á marga fiska.

Ákveðið var að fresta göngunni ekki þó svo að spáin hefði mátt vera betri, segir í frétt á vef Grindavíkurbæjar og um 30 hraustir göngukappar létu páskahretið ekki á sig fá og örkuðu saman um magnaða náttúru Bláa lónsins undir leiðsögn Sigrúnar Franklín.

Myndir af göngugörpum má finna á vef Grindavíkurbæjar.