Nýjast á Local Suðurnes

Sígarettulaus festi hendi í stubbahúsi

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Suðurnesjum sem sinnti nokkrum mismikilvægum verkefnum á meðan á svokölluðu tístmaraþoni lögregluembætta á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæði og Norðurlandi eystra stóð.

Hávaði vegna veisluhalda, verkefni vegna rúðubrota og ölvunarakstursmál voru algeng í nótt. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af hótelgestum sem trufluðu svefn annara gesta á hóteli í Reykjanesbæ. Lögregla losaði einnig hönd ungs manns úr stubbahúsi, en viðkomandi festi hönd sína þar í veikri von um að næla sér í sígarettu.

Auk þessara verkefna var talsvert um að vera í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem lögregla sinnti veikum farþegum og tók tvo með fölsuð skilríki.