sudurnes.net
Sígarettulaus festi hendi í stubbahúsi - Local Sudurnes
Nóttin var nokkuð erilsöm hjá Lögreglunni á Suðurnesjum sem sinnti nokkrum mismikilvægum verkefnum á meðan á svokölluðu tístmaraþoni lögregluembætta á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæði og Norðurlandi eystra stóð. Hávaði vegna veisluhalda, verkefni vegna rúðubrota og ölvunarakstursmál voru algeng í nótt. Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af hótelgestum sem trufluðu svefn annara gesta á hóteli í Reykjanesbæ. Lögregla losaði einnig hönd ungs manns úr stubbahúsi, en viðkomandi festi hönd sína þar í veikri von um að næla sér í sígarettu. Auk þessara verkefna var talsvert um að vera í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem lögregla sinnti veikum farþegum og tók tvo með fölsuð skilríki. Meira frá SuðurnesjumSkemmtiferðaskip nýta þjónustu á Suðurnesjum í auknum mæliNokkuð um ölvun á Ljósanótt – Björguðu lífi manns sem ætlaði að synda til HafnarfjarðarEftirlýstur kýldi lögreglumann í andlitiðLögregla og björgunarsveitir leita manns – Uppfært: Maðurinn er fundinnStærsta fjöldahjálparmiðstöðin síðan 1973Nettó fyrsta lágvöruverðsverslunin sem sendi matvörur með dróna – Myndband!Mikil ásókn í lóðir við Rósaselstorg – “Ótrúlegar tafir koma sér mjög illa fyrir sveitarfélagið”Vonast til að klára rannsókn á hnífstungumáli sem fyrst – Bíða eftir niðurstöðum tæknideildarFlugstjóri hyggst kæra farþegaLandsliðstreyja seldist á 1,8 milljónir – Rennur í styrktarsjóð Kolfinnu Ránar