Nýjast á Local Suðurnes

Framkvæmdir við breytingar á kísilveri gætu hafist snemma á næsta ári

Framkvæmdir við breytingar á kísilvers Stakksbergs í Helguvík gætu hafist snemma á næsta ári næsta ári, gangi áætlanir fyrirtækisins eftir og að því gefnu að umhverfismat verði samþykkt.

Áætlað er að framkvæmdir taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum.

Í kynningu Stakksbergs segir að umhverfismatið, sem nú liggur frammi til kynningar, sýni að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa.