Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarleg aukning ökutækja á Reykjanesbraut – Stefnir í 20.000 ökutæki á sólarhring

Umferðin á Reykjanesbraut um Strandarheiði jókst um 18% milli marsmánuða 2016 og 2017.  Þessi mikla aukning nú kemur í kjölfarið á 20% aukningu sem varð á milli sömu mánuða fyrir árin 2015 og 2016.

Það sem af er ári hefur umferðin um Reykjanesbraut aukist um 20% miðað við sama tímabil fyrir árið á undan. Á sama tíma á síðasta ári hafði umferðin aukist aðeins minna eða um 18% miðað við árið 2015. Umferðin á Strandarheiði er að jafnaði þyngst á mánudögum en minnst á föstudögum, það sem af er ári.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að horfur séu á að ársdagsumferðin (ÁDU) á Strandarheiði geti orðið tæplega 17 þúsund ökutæki á sólarhring og sumardagsumerðin (SDU) rúmlega 19 þúsund ökutæki á sólarhring. Þá sýna tölur Vegagerðarinnar að hingað til hafi mest mælst rúmlega 17.000 ökutæki á sólarhring á Reykjanesbraut.

Rbraut-vikudagar-mars

 

Rbraut-manadarsulur-mars