Nýjast á Local Suðurnes

Fjöldi ferðamanna ríflega fjórfaldast á sex árum

Um 158 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 59 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 59,7% milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur ríflega fjórfaldast frá árinu 2010 en mest hefur þó aukningin verið síðustu tvö ár en þá hefur fjöldinn meira en tvöfaldast. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum er um 1,5 milljón eða 36,2% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til október árið 2015.

Hér má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðernum.

tafla_okt16 ferdamenn