Isavia hagnast um hálfan milljarð

Isavia hagnaðist um hálfan milljarð króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 3,5 milljarða króna tap á fyrri árshelmingi 2021. Tekjur ríkisfyrirtækisins jukust um 9,5 milljarða króna á milli ára og námu 15,8 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Isavia.
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir afskriftir (EBITDA) á fyrstu sex mánuðum ársins var jákvæð um 968 milljónir króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 3,2 milljarða króna fyrir sama tímabil á síðasta ári.