Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir aðgang að gossvæðinu

Lokað verður fyrir aðgang að gossvæðinu við Litla Hrút klukkan fimm í dag. Er það vegna þess hve lélegt skyggni verður á þeim tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum, þar sem segir einnig að áfram verði reynt að slökkva gróðurelda á svæðinu í dag og að slökkvistarfið hafi gengið vel.