Nýjast á Local Suðurnes

Undirskriftalisti varðandi íbúafund fær dræmar undirtektir

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Undirskriftalisti, þar sem skorað er á bæjarstjórn Reykjanesbæjar að standa fyrir íbúafundi varðandi flóttafólk og stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu hefur fengið dræmar undirtektir, en þegar þetta er skrifað hafa einungis rétt rúmlega 100 manns skráð sig á listann á vef island.is.

Vilji ábyrgðarmanna listans er að þingmönnum og ráðherra Suðurkjördæmis verði boðið að sitja fundinn þar sem þessi mál verða rædd, ásamt fulltrúum Lögreglustjóra og Brunavörna Suðurnesja.

Þá er þess jafnframt óskað að ábyrgðarmenn listans fái að vera með í ráðum hvað varðar skipulag íbúafundarins og framsetningu, verði af honum.