Nýjast á Local Suðurnes

Gunnar Heiðar tekur við Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2023.

Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir einnig að Gunnar hafi átt glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestamannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði hann með Halmstads BK, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg FB, Reading, Fredrikstad FK, IFK Norrköping, Konyaspor og BK Hacken.

Gunnar Heiðar lét 24 A landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 5 mörk. Gunnar sem er 41 árs hefur þjálfað KFS árið 2021 og Vestra í Lengjudeildinni árið 2023.

Gunnari til halds og trausts verður sama þjálfateymi og var með fyrrum þjálfara meistaraflokks.