Stöðvuðu starfsemi veitingastaða
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði starfsemi veitingastaðanna Malai Thai og Royal Indian í byrjun apríl og hefur heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfest þá ákvörðun á fundi sínum í maí. Báðir veitingastaðirnir er staðsettir við Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ.
Ekki er tekið fram í fundargerð hversvegna stöðunum var lokað