Nýjast á Local Suðurnes

Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ fækkar

Einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ fækkaði um 32% í maí og júní, sé miðað við sömu mánuði árið 2014 en 423 einstaklingar þáðu aðstoð í þessum mánuðum árið 2014 en 286 í ár.

Í krónum talið er munurinn rúmlega 15 milljónir króna en Reykjanesbær reiddi fram rúmar 30 milljónir króna í málaflokkinn í maí og júní í ár á móti 45,5 milljónum króna fyrir sama tímabil árið 2014. Þetta kemur fram í fundargerð Velferðarráðs Reykjanesbæjar, en forstöðumaður Velferðarsviðs sveitafélagsins kynnti lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í maí og júní 2015 fyrir ráðinu og bar saman við sömu mánuði árið 2014.

Þá kemur einnig fram í fundargerðinni að greiðslur vegna húsaleigubóta hafa lækkað örlítið en Reykjanesbær greiddi rúmmlega 68 milljónir króna í húsaleigubætur í maí og júní í ár en upphæðin nam um 71 milljón króna fyrir sömu mánuði árið 2014.