Nýjast á Local Suðurnes

Gassi Van Eyfjörð með nýtt lag – Sjáðu myndbandið!

Einn færasti rappari landsins, Suðurnesjamaðurinn Gassi Van Eyfjörð eða Kilo eins og hann kallar sig hefur sent frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Magnifico.“ Kilo hefur vakið talsverða athygli að undanförnu, fyrir flotta tónlist og texta. Þá hefur rapparinn ungi einnig slegið í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat en þar er hann þekktur undir nafninu kilokefcity.