Nýjast á Local Suðurnes

Fabio Frizzi og Valdimar koma fram á ATP tónlistarhátíðinni

Hryllingsmyndatónsmiðirnir áhrifamiklu Claudio Simonetti (Goblin) og Fabio Frizzi hafa bæst við dagskrá ATP tónlistarhátíðarinnar sem fram fer á Ásbrú 1-3 júlí næstkomadi. Áður hefur meðal annars verið tilkynnt um komu John Carpenter á hátíðina og því ljóst að boðið verður upp á spennandi og magnþrungna kvikmyndatónlist í hæsta gæðaflokki.

Þá segir í tilkynningu frá ATP að Dirty Three, This Is Not This Heat, Omar Souleyman, Suuns, Valdimar, Kimono, Muck auk fjölda annarra listamanna muni bætast á listann yfir þá listamenn sem koma munu fram á hátíðinni.

Dagskránna í heild sinni má sjá hér.