Nýjast á Local Suðurnes

Miðasala á ATP 2016 hafin – Lofa hljómsveitum sem aldrei hafa spilað á Íslandi

Iggy Pop tróð upp á ATP Iceland 2015

ATP tónlistarhátiðin virðist vera að festa sig í sessi hér á landi en hátíðin var haldin í þriðja skipti á Ásbrú í byrjun júlí. Á meðal atriða í ár voru hin sögufræga rappsveit Public Enemy og Iggy Pop.

Hátíðarhaldarar hafa nú tilkynnt að hátíðin muni fara fram dagana 1-3 júlí 2016 og er hægt að tryggja sér miða á rétt tæpar 9.000 krónur í forsölu.

Barry Hogan Stofnandi All tomorrow Parties lofar hljómsveitum sem aldrei hafa spilað fyrr á Íslandi á hátíðina á næsta ári en hann sagði meðal annars í tilkynninu á Facebooksíðu ATP:

“Á hverju ári höfum við boðið upp á frábæra listamenn. Public Enemey sýndi sennilega sína bestu framistöðu frá uppháfi á hátíðinni 2015 – Á næsta ári hlakkar okkur til að bjóða uppá skemmtikrafta sem hafa aldrei haldið tónleika á Íslandi”

ATP 2016