Nýjast á Local Suðurnes

Ný heilsugæsla fær fljúgandi start

Tæplega 2.000 íbú­ar á Suður­nesj­um hafa skráð sig á Heilsu­gæsl­una Höfða Suður­nesj­um sem opnaði í Reykja­nes­bæ fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um, en um er að ræða einu sjúkra­tryggða heilsu­gæsl­una á lands­byggðinni.

Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is um málið, en þar segir einnig að þegar heilsugæslan nái fullum afköstum geti hún þjónustað allt að 12.000 manns.

Nú starfa á heilsu­gæsl­unni fimm lækn­ar auk af­leys­inga­lækna, fjór­ir til fimm hjúkr­un­ar­fræðing­ar, ein ljós­móðir, rit­ari og heil­brigðis­gagna­fræðing­ur.