Nýjast á Local Suðurnes

Leggja hundruð milljóna í uppbyggingu útivistarsvæða

Reykjanesbær áætlar að leggja rúmlega 300 milljónir króna í uppbyggingu útivistarsvæða í sveitarfélaginu á næsta ári.

Af þeirri upphæð munu allt að 200 milljónir króna fara í endurbætur útisvæðis við Vatnaveröld og um 75 milljónir í uppbyggingu og lagfæringar á gönguleiðum meðfram strandlengjunni, áframhaldandi uppbyggingu við Seltjörn og Njarðvíkurskóla. Þá munu um 30 milljónir króna verða settar í byggingu körfu- og sparkvöllur á Ásbrú.

Þá er ráðgjert að koma framkvæmd við  gervigrasvelli vestan Reykjaneshallar af stað ef heimild fæst frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.