Rúmlega 300 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg

Öflug jarðskjálftahrina sem hófst upp úr hádegi í gær á Reykjaneshrygg virðist vera í rénun, segir á vef Veðurstofunnar.
Í hrinunni mældust tæplega 30 jarðskjálftar stærri en 3,0 og stærsti skjálftinn mældist 4,5 og varð klukkan 13:17 í gær.
Skjálftarnir voru staðsettir um 45 km suðvestur af Reykjanesi og mældust rúmlega 300 minni skjálftar í kjölfar stærri skjálftanna.
Veðurstofunni bárust tilkynningar um að stærsti skjálftinn hafi fundist á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.