Nýjast á Local Suðurnes

Svona gengur strætó á Ljósanótt

Íbúar og gestir Ljósanætur eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér Ljósanæturstrætó um helgina. Ekið verður eftir núverandi leiðakerfi með nokkrum undantekningum.

Áætlunin er sem hér segir:

  • Fimmtudagur 1. september – akstur samkvæmt áætlun nema á milli kl. 09:30 og 12 en þá fellur allur akstur niður vegna setningarhátíðar Ljósanætur.
  • Föstudagur 2. september – akstur samkvæmt áætlun til kl. 16 en þá tekur Ljósanæturstrætó við. Akstur Ljósanæturstrætó stendur frá kl. 16 til 23.
  • Laugardagur 3. september – Ljósanæturstrætó frá kl. 12 til 16 og kl. 19 til 24.

Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af venjulegri áætlun kl. 16 á föstudegi og allan laugardaginn verður engin skiptistöð í Krossmóa heldur aka vagnarnir allir inn í sín hverfi frá sérstökum söfnunarstað á hátíðarsvæði. Söfnunarstaðurinn er við höfuðstöðvar BUS4U að Vesturbraut 12 og verða vagnarnir merktir þeim þremur leiðum sem þeir aka, Keflavíkurleið, Njarðvíkurleið og Ásbrúarleið. Ekið verður á heila tímanum frá upphafsstað við Vesturbraut en á hálfa tímanum frá endastöðvum leiða. Síðasti bíll fer frá Vesturbraut kl. 23 á föstudagskvöld og kl. 24 á laugardagskvöld. Frítt er í Ljósanæturstrætó.

Meðfylgjandi kort sýnir leiðakerfi Ljósanæturstrætó