Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar áfram í Borgunarbikarnum

Grinda­vík tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úr­slit­um í Borgunarbikar­keppni kvenna í knatt­spyrnu þegar liðið sótti Aftureldingu heim.

Sigur Grindavíkur var öruggur, 4-0. Sash­ana Camp­bell skoraði tvö marka Grindavíkur og þær Dröfn Ein­ars­dótt­ir og Sara Hrund Helga­dótt­ir skoruðu sitt markið hvor.