Nýjast á Local Suðurnes

Byggja nýjan leikskóla í Suðurnesjabæ

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs leikskóla í Suðurnesjabæ, en fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum. Leikskólinn mun rísa norðan Byggðavegar í Sandgerði.

Húsnæði leikskólans verður 1.135 m2 að stærð og fullbúinn verður hann sex deildir. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að taka fjórar deildir í notkun á árinu 2023, fyrir um 80 börn.

Í fullri stærð sex deilda mun leikskólinn rúma um 126 börn. Þegar leikskólinn verður tekinn í notkun mun Suðurnesjabær bjóða upp á leikskólavist fyrir börn frá 12 mánaða aldri í leikskólum sveitarfélagsins.