Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á daglegt flug frá Philadelphia

Bandaríska flugfélagið American Airlines stefnir að því að fljúga hingað til lands daglega frá Philadelphia samkvæmt frétt flugsíðunnar Routes online. Félagið áætlar að hefja flug eftir þessari áætlun sumarið 2021.

Til þessa mun félagið notast við nýjar Airbus A321neo þotur, en þær geta borið 196 farþega eða tuttugu fleiri en í gömlu Boeing þotunum sem félagið notaði áður. Sala á flugferðum sumarsins 2021 er ekki hafin á vef American Airlines enn sem komið er.