Ekkert smit í tæpan mánuð – 41 sætir sóttkví

Ekki hefur bæst í hóp Covid-smitaðra á Suðurnesjum í tæplega fjórar vikur, þannig að staðan er enn sú að 77 einstaklingar hafa hingað til smitast af veirunni á Suðurnesjasvæðinu samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is.
Þó er nokkur fjöldi Suðurnesjafólks í sóttkví, en nú á 41 einstaklingur að halda sig heima við á svæðinu samkvæmt sama vef.